Blöðrunum sleppt

Blöðrunum sleppt

Kaupa Í körfu

FÉLAG heyrnarlausra afhenti í gær Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra áskorun um að fylgja fast eftir þeim niðurstöðum sem fram komu í skýrslu vistheimilisnefndar um kynferðisofbeldi og annað ofbeldi gegn nemendum í Heyrnleysingjaskólanum. Félagið minnti á að enn væri óbættur sá miski sem nemendur urðu fyrir við dvölina í skólanum. „Núna viljum við horfa til framtíðar og þessar blöðrur eru tákn um þann svarta blett sem hefur verið í sögu heyrnarlausra og með því að lyfta þeim hér til lofts viljum við kveðja fortíðina og horfa björtum augum fram á veginn,“ sagði í áskoruninni. Forsætisráðherra sleppti fyrstu blöðrunni og sagði við það tækifæri að hún tæki með mikilli ánægju við áskoruninni. Hún sagði að verið væri að vinna að þeim tillögum sem fram kæmu í skýrslunni. Hún sagði heyrnarlausa taka mjög skynsamlega á málinu og sagðist gera allt sem hún gæti til að leita úrbóta.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar