Breiðablik - Fram

Breiðablik - Fram

Kaupa Í körfu

Fimmtugasti bikarúrslitaleikur karla í knattspyrnu fer fram í dag þegar Breiðablik og Fram leiða saman hesta sína á þjóðarleikvanginum í Laugardal klukkan 14. Fram státar af sjö bikarmeistaratitlum en Safamýrarliðið hampaði bikarnum síðast fyrir 20 árum. Blikarnir hafa hins vegar aldrei unnið bikarinn og hafa aðeins einu sinni áður leikið til úrslita en það var árið 1971. Breiðablik mætti þá Víkingi, sem var í 2. deild, í úrslitaleik á Melavellinum og höfðu Víkingar betur, 1:0. MYNDATEXTI Mótherjar Þeir Kristinn Steindórsson og Daði Guðmundsson eiga eflaust eftir að takast á í bikarúrslitaleiknum í dag. Kristinn leikur oft á vinstri kantinum hjá Blikum og mætir þá Daða, sem er yfirleitt hægri bakvörður í liði Fram.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar