Hundasýning í Víðidal

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hundasýning í Víðidal

Kaupa Í körfu

HUNDASÝNING Hundaræktarfélags Íslands hófst í gær í reiðhöll Fáks í Víðidal. Voru þá heiðraðir stigahæsti hundurinn og öldungur ársins ásamt afreks- og þjónustuhundi ársins 2009. Í dag, sunnudag, verður hins vegar ljóst hvaða hundar dómurunum þykja bera af. Alls munu yfir 750 hreinræktaðir hundar af meira en 80 hundakynjum taka þátt í sýningunni sem hefur aukist að umfangi ár frá ári. Þykir það endurspegla mikinn áhuga landsmanna á hundum og hreinræktun þeirra. Tilgangur sýningarinnar er að meta hundana út frá ræktunarmarkmiði eigandans og leiðbeina honum þannig í starfi sínu sem ræktandi. Þeir sem taka að sér hið vandasama hlutverk dómara eru fimm talsins frá þremur löndum, Belgíu, Danmörku og Írlandi, og dæma þeir í fimm sýningarhringjum samtímis

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar