Messa í Lindakirkju / sunnudagaskóli

hag / Haraldur Guðjónsson

Messa í Lindakirkju / sunnudagaskóli

Kaupa Í körfu

Í HAUST hefur verið mikil þátttaka í starfi sunnudagaskólans í Lindasókn í Kópavogi sem vísast er raunin í fleiri sóknum landsins. Í gær mættu alls 240 börn í sunnudagaskólann í Lindum sem til þessa hefur verið jafnhliða messuhaldi. Aðsóknin veldur því, að héðan í frá verða æskulýðsstarfið og messan hvort á sínum tíma sunnudagsins. „Þetta er barnmargt hverfi sem skýrir mikla aðsókn að nokkru. Einnig erum við hér með fjölbreytta dagskrá; söng, fræðslu og brúðuleikhús,“ segir sr. Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur. Hann telur ógerlegt að tengja góða aðsókn við efnahagsástandið, staðreyndin sé einfaldlega sú að kirkjustarf höfði til fólks og þar hverfi kynslóðabilið

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar