Afhjúpun minnisvarða við Þvottlaugarnar

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Afhjúpun minnisvarða við Þvottlaugarnar

Kaupa Í körfu

Sameiningartákn barna á Íslandi og um allan heim Í GÆR var afhjúpaður við Þvottalaugarnar í Laugardal minnisvarðinn Rósin. Barnaheill stóðu að uppsetningu varðans og voru þar í samstarfi við samtökin Roses for Children. Rósin er sameiningartákn barna á Íslandi og um allan heim og ætlað að vera sá staður þar sem börn koma saman til að minna á réttindi sín og til að heiðra minningu barna um allan heim sem látist hafa af völdum sjúkdóma, illrar meðferðar, í slysum eða stríðsátökum. Fulltrúar ungmennaráðs Barnaheilla, Diljá Helgadóttir og Særún Erla Baldursdóttir afhjúpuðu minnisvarðann með aðstoð Vigdísar Finnbogadóttur, fv. forseta Íslands, en meðal þeirra sem ávörp fluttu var Helgi Ágústsson, formaður Barnaheilla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar