Guð blessi Ísland - Heimildarmynd

Guð blessi Ísland - Heimildarmynd

Kaupa Í körfu

FYRSTA kvikmyndin um íslenska bankahrunið, Guð blessi Ísland, var frumsýnd í gær á sérstakri boðssýningu í Háskólabíói. Eins og sjá má af meðfylgjandi myndum var sýningin vel sótt þó svo að nokkra hafi vantað, m.a. athafnamanninn Jón Ásgeir Jóhannesson sem hefur lýst yfir megnri óánægju sinni með vinnubrögð höfundar myndarinnar, Helga Felixsonar. Þá vantaði ríkisstjórnina einnig en sæti höfðu verið tekin frá fyrir hana. MYNDATEXTI: Kvikmyndagerðarmaður og vörubílstjóri Helgi Felixson heilsar Sturlu Jónssyni vörubílstjóra sem kemur við sögu í kvikmyndinni um hrunið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar