Attentus

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Attentus

Kaupa Í körfu

Íslensk fyrirtæki hafa, að sögn Ingunnar Bjarkar Vilhjálmsdóttur, aukið á undanförnum árum áherslu á faglega mannauðsstjórnun og eflt stjórnendur sína á því sviði. Á síðustu misserum hefur þó oft verið erfitt um vik að vinna markvisst að mannauðsmálum í fyrirtækjum vegna þeirrar gífurlegu þenslu sem var á vinnumarkaði, en áherslan var þá mjög á ráðningar og þjálfun nýrra starfsmanna. „Vegna breytinga í rekstrarumhverfi urðu umskiptin mikil þegar mörg fyrirtæki urðu skyndilega að fara að hagræða í launakostnaði,“ segir Ingunn Björk sem er einn eigenda Attentus mannauðs og ráðgjafar, en fyrirtækið hefur sérhæft sig í aðstoð við stjórnendur í stefnumótun og stjórnun mannauðsmála. MYNDATEXTI „Starfsmaðurinn þarf að vita hvar hann stendur,“ segir Ingunn (standandi). Þessu samsinna þær Inga Björg Hjaltadóttir og Árný Elíasdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar