HRM rannsókn & ráðgjöf

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

HRM rannsókn & ráðgjöf

Kaupa Í körfu

Ef einhvern tímann er ástæða til að hlúa vel að og fylgjast með upplifun og líðan starfsfólks, er það á tímum sem þessum,“ segir Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, ráðgjafi og annar tveggja eigenda HRM rannsóknar & ráðgjafar. Hún bætir við að gott fyrsta skref í þá átt sé að mæla starfsánægju og ýmsa aðra þætti sem tengjast henni. „Starfsánægjumæling færir stjórnendum í hendur gagnlegar upplýsingar um væntingar og líðan starfsmanna, og stöðu mála á vinnustaðnum,“ segir Arney Einarsdóttir, annar eigandi og ráðgjafi hjá HRM, en HRM sérhæfir sig m.a. í framkvæmd slíkra kannana og notar í þeim mælitæki evrópsku starfsánægjuvísitölunnar. „Með niðurstöðurnar í höndunum geta stjórnendur unnið markvissar að allri stefnumörkun og forgangsraðað verkefnum til að takast á við, með það að leiðarljósi að viðhalda og auka starfsánægju og almenna vellíðan starfsfólks í starfi.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar