Rakel Hafberg

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Rakel Hafberg

Kaupa Í körfu

Rakel Hafberg er margt til lista lagt en hún er útskrifaður arkitekt, auk þess sem hún hefur lagt stund á húsgagnasmíði og fatasaum. „Ég kláraði arkitektanámið árið 2007 og vann sem arkitekt frá útskrift þar til nú í byrjun árs þegar ég missti vinnuna um mánaðarmótin janúar/febrúar. Fyrir jólin síðustu uppgötvaði ég hænsnaleðrið og hóf að föndra jólagjafir úr því fyrir fjölskylduna eins og maður gerir. Það vakti lukku hjá fjölskyldunni þannig að samhliða breyttum aðstæðum ákvað ég í vor að taka næsta skref og byrjaði að selja armbönd úr leðrinu í Epal og Minju. Í lok júlí rakst ég síðan óvænt á húsnæði á Laugavegi 82 og tók þá, má segja, samstundis ákvörðun um að koma mér þar fyrir. MYNDATEXTI Hárskraut Spangirnar passa vel við aðra fylgihluti í sama stíl og af nógu er að taka.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar