Gríman 2009 - Borgarleikhúsið

Gríman 2009 - Borgarleikhúsið

Kaupa Í körfu

Það vakti athygli að þegar Björn Thors leikari tók á móti Grímuverðlaununum fyrir besta leik karla í aðalhlutverki í vor tileinkaði hann verðlaunin gamla kennaranum sínum í Hlíðaskóla, Önnu Flosadóttur. „Ég var í fyrstu uppsetningunni hennar Önnu í unglingadeildinni í Hlíðaskóla 1994,“ útskýrir hann inntur eftir þessu. „Þá vorum við ákveðinn kjarni úr skólanum sem hafði verið að vinna í leiklist úti í Tónabæ og Anna lamdi það í gegn í skólanum að unglingunum yrði fylgt í gegnum svona verkefni.“ Hann segir framlag Önnu ómetanlegt, ekki bara sem leiklistarkennara heldur ekki síður sem myndlistarkennara. „Það er svo mikilvægt að börn og unglingar fái að kynnast listum og menningu í skólastarfi því innblástur skiptir svo miklu máli í lífinu. Og það er einstakt við Önnu að hún nálgast unglingana á eins konar jafningjagrundvelli – verður einhvern veginn ein af hópnum. Að sama skapi nýtur hún mikillar virðingar hjá krökkunum. Hún leggur mikla rækt við einstaklinga innan hópsins og fyllir þá af sköpunargleði. Hún var t.d. mjög dugleg að fylgjast með þeim sem höfðu gaman af listum í myndlistarkennslunni og hvetja þá til að gera meira úr sínum hæfileikum.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar