Guðjón Ketilsson í Ásmundarsal

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Guðjón Ketilsson í Ásmundarsal

Kaupa Í körfu

Hlutföll hafa lengi verið eitt meginviðfangsefni myndlistar og ná vissum hápunkti í teikningu Leonardos da Vincis af Vitrivíusarmanninum er sýnir mannslíkamann í geometrísku samhengi og myndar „fullkomna“ heild við grunnformin. Svo heildræna sýn á mannslíkamann birtist með öðrum hætti í list Joseph Beuys sem tengist svo áhuga hans á þýska skáldinu Wolfgang Göethe og austurríska mannspekingnum Rudolf Steiner sem á sínum dögum stríddu gegn því að vísindi og listir væru að skoða manneskjuna, eða náttúruna, í einingum. Allur efniviður Beuys hafði táknræna merkingu. Stóll með fitu var til að mynda líkingarmynd fyrir mannslíkamann. Fita var líkamsefnið og stóllinn líkamsbyggingin, samrunnin umhverfinu eins og Vitruvíusarmaður da Vincis. Á sýningu Guðjóns Ketilssonar, Hlutverk, í Ásmundasal Listasafns ASÍ má merkja áþekkar vangaveltur um hlutföll og mannslíkamann. Við sjáum ekki mannslíkamann sem slíkan, en skynja má samhengi hans við rými og grunnformin. MYNDATEXTI Ásmundarsalur „Skúlptúrar á gólfi eru samsettir úr notuðum húsgögnum sem listamaðurinn sníðir til og búa þeir við einhverskonar þvingun, samanpressaðir og fá lítð svigrúm til að anda,“ segir meðal annars í dómnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar