Sindri Freysson

Sindri Freysson

Kaupa Í körfu

LJÓÐVELDIÐ Ísland heitir ný ljóðabók eftir Sindra Freysson. Undirtitill hennar er 65 ár í 66 erindum við þig. „Það má segja að þetta sé ljóðaannáll,“ segir Sindri. „Ég yrki um hvert einasta ár frá 1944 til 2009 og sæki innblástur í það sem hæst bar á hverjum tíma. Ljóðveldið er í raun nútímatilbrigði við Völuspá að því leyti að bókin rekur sögu ákveðins heims frá tilurð hans til Ragnaraka. Þetta er hröð, hrá og ómstríð bók og vonandi líka hraðétin. Í henni er vaxandi þungi og þegar nær dregur nútímanum, sérstaklega eftir 2000 til núsins, þá tvíeflist þessi textafoss og verður steraknúinn, eins og þegar Bruce Banner breytist í Hulk og fer að rústa jeppum.“ MYNDATEXTI Sindri Freysson „Ég er að reyna að knésetja þjóðrembu og alls kyns goðsagnir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar