Trommarinn 2009

Trommarinn 2009

Kaupa Í körfu

SÝNINGIN Trommarinn 2009 var haldin í fyrsta sinn í fyrradag í sal Tónlistarskóla FÍH. Sýningin var vel sótt enda börðu þar húðir margir af færustu og þekktustu trommuleikurum landsins, sannarlega viðburður sem enginn trommuaðdáandi mátti láta framhjá sér fara. Af þeim sem sýndu fimi sína í trommuslætti má nefna Helga Svavar Helgason, Matthías Hemstock, Gunnlaug Briem, Einar Val Scheving, Áskel Másson, Arnar Þór Gíslason, Steingrím Guðmundsson, Ragnar Sverrisson og Hrafnkel Örn Guðjónsson. MYNDATEXTI Kynslóð eldri trommara Trommuleikararnir Þórir Magnússon, Kristján Magnússon, Guðmundur Steinsson, Erlingur Einarsson, Guðmundur Steingrímsson og Júlíus Kolbeins stungu saman nefjum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar