Sveinn Dúa Hjörleifsson

Sveinn Dúa Hjörleifsson

Kaupa Í körfu

Ég vona að röddin mín sé ég. Það er hrikalega erfitt að vera beðinn að lýsa henni. Ég get það ekki. En ég er mjög ánægður með hana. Áhugi minn á tónlist er meðfæddur. Ég veit ekkert hvernig það gerist. Sem barn var ég leitandi í tónlistinni, æfði mig á alls konar hljóðfæri en entist ekki í neinu. Ég fór að gera allt aðra hluti, en endaði í söngnum. Ég fór á sjóinn eftir grunnskóla. Eftir að hafa sungið mjög mikið á heimavist Stýrimannaskólans í þrjú ár ákvað ég að fara í Karlakór Reykjavíkur. Þar byrjaði ég að syngja af alvöru. Ég er fæddur og uppalinn á Akureyri. Mamma ættuð úr Skagafirðinum en fædd og uppalin á Akureyri og pabbi úr Hrunamannahreppi. Mamma dó fyrir þremur árum úr krabbameini og fljótlega ákvað ég að taka upp nafnið hennar, Dúa, henni til heiðurs MYNDATEXTI Sveinn Dúa Ég yrði ekkert fúll þótt ég næði ekki að syngja mig inn á Scala eða Metropolitan, en auðvitað væri það nú samt rosalega gaman.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar