Rauði krossinn

Rauði krossinn

Kaupa Í körfu

HUGMYNDIN kom upp vegna þess að við vitum af hópum í samfélaginu sem eiga hvergi höfði sínu að halla, eru í útigangi, og sum þeirra veigra sér við því að leita sér aðstoðar á heilsugæslum. Við viljum reyna að nálgast þessa hópa,“ segir Þór Gíslason, verkefnisstjóri hjá Rauða krossinum sem hóf á dögunum nýtt verkefni til að sinna þörfum jaðarhópa í samfélaginu. Hugmyndin er í grunninn sú að bjóða upp á nokkurs konar heilsugæslu á hjólum sem flutt er á milli staða í hjólhýsi á vegum Rauða krossins. Að sögn Þórs beinist þjónustan að fólki sem stundar skaðlega lifnaðarhætti, en lifnaðarhættir þeirra eru jafnframt oft ástæða þess að það leitar sér ekki aðstoðar. MYNDATEXTI Heilsuhýsið Sjálfboðaliðar skipta á umbúðum en síðar verður jafnvel boðið upp á kynsjúkdómatékk og tannhirðu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar