Leiksýning um Bólu-Hjálmar

Leiksýning um Bólu-Hjálmar

Kaupa Í körfu

Börn og unglingar sem fara að sjá leiksýninguna um Bólu-Hjálmar eru mörg hver með blendnar tilfinningar áður en leiksýningin hefst. Jú, það er ágætt að fá smá frí í skólanum og sjá leiksýningu en leiksýning um ljóðskáld, getur það verið skemmtilegt? En það er sama hversu fullir efasemda áhorfendur eru áður en sýningin hefst, þeim snýst yfirleitt hugur meðan á sýningunni stendur. Hlátrasköll áhorfenda á sýningum svara vafalaust spurningunni um það hvort ljóðskáld geti verið skemmtileg. Sýningin Bólu-Hjálmar í uppsetningu Stoppleikhópsins hlaut Grímuverðlaunin síðasta vetur sem besta barna- og unglingasýningin. Ágústa Skúladóttir leikstýrir sýningunni en verkið skrifuðu þeir Ármann Guðmundsson, Snæbjörn Ragnarsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason og Guðrún Öyahals hannaði leikmynd og búninga. Barnablaðið settist niður með leikurum sýningarinnar og spjallaði við þá um þennan forvitnilega mann, Bólu-Hjálmar. » 3

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar