Ástardrykkurinn á fjölunum

Ástardrykkurinn á fjölunum

Kaupa Í körfu

Það var mikið líf í kjallara Íslensku óperunnar seinnipart fimmtudagsins, rétt fyrir æfingu á Ástardrykknum eftir Donizetti sem frumsýndur verður næstu helgi. Kjallarinn er ekki stór, þar er lágt til lofts og mikið um ranghala en einmitt það ljær honum nánast áþreifanlegan sjarma og skapar stemningu sem erfitt er að koma í orð. Söngvarar í fullum skrúða sátu í förðunarstólum eða gengu um, raulandi lagstúfa, og væri ferðinni heitið milli herbergja þurftu þeir að beygja sig í lágri gættinni MYNDATEXTI Upphitun Hanna Björk Guðjónsdóttir spilar hljóma, Lilja Guðmundsdóttir og Ingibjörg Ólafsdóttir syngja með.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar