Afmælistónleikar Papa Jazz

Heiðar Kristjánsson

Afmælistónleikar Papa Jazz

Kaupa Í körfu

ÁSTKÆRASTI djasstrymbill landsins, Guðmundur „Papa Jazz“ Steingrímsson, hélt upp á afmælið sitt með einkar veglegum hætti í gær, sunnudag. Þá varð hann áttræður og var því fagnað með stórtónleikum í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Margir af spilafélögum Guðmundar í gegnum tíðina heiðruðu hann með nærveru sinni og að sjálfsögðu settist hann sjálfur á bakvið settið, en nóg er við að vera í tónlistinni hjá honum, nú sem endranær. Þennan sama dag komu út á bók endurminningar hans, skráðar af Árna Matthíassyni, en þær um margt samofnar þróun djass- og dægurlagatónlistar á Íslandi MYNDATEXTI Carl Möller, einn af fjölmörgum tónlistarlegum förunautum Guðmundar, lék á slaghörpuna af mikilli list þennan gleðiríka dag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar