Þingflokksfundir

Þingflokksfundir

Kaupa Í körfu

Á HÁDEGI í gær hófst fundur ríkisstjórnarinnar um nýfengna niðurstöðu í Icesave-viðræðunum við Breta og Hollendinga. Á honum var samþykkt að nýtt frumvarp um ríkisábyrgð á Icesave-innistæðum yrði lagt fyrir Alþingi. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagðist að fundi loknum ánægður með niðurstöðuna. Klukkan eitt funduðu þingflokkar stjórnarflokkanna, Vinstri græn í Morgunblaðshöllinni við Ingólfstorg og Samfylkingin í húsnæði nefndasviðs Alþingis við Austurvöll. Björg Thorarensen, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, sat fund VG en þar var samþykkt að veita heimild af hálfu þingflokksins til að leggja málið fyrir þingið. MYNDATEXTI Inn úr kuldanum Það var hráslagalegt þegar Bjarna bar að Stjórnarráðinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar