Sundæfing

Heiðar Kristjánsson

Sundæfing

Kaupa Í körfu

KEPPNI á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi hefst í Laugardalslauginni í fyrramálið. Þetta er langstærsta verkefni sem Íþróttasamband fatlaðra hefur tekið að sér en mótið stendur yfir samfleytt í viku og lýkur næsta laugardag, 24. október. Keppni hefst klukkan níu í fyrramálið og síðan hefjast úrslit í einstökum greinum klukkan 17, og þannig mun mótið ganga fyrir sig dag frá degi. MYNDATEXTI Tilbúnir Íslensku keppendurnir æfðu í Laugardalslauginni í gær og eru tilbúnir í slaginn. Mótið er sett í kvöld og keppni hefst í fyrramálið. Keppendur á mótinu eru á fimmta hundrað, þar af þrettán Íslendingar, og aðstoðarmenn þeirra skipta hundruðum. Það verður því líf og fjör í Laugardalslauginni alla keppnisdagana.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar