Súpa í Krónunni

Súpa í Krónunni

Kaupa Í körfu

GESTUM og gangandi var í gær boðið upp á íslenska kjötsúpu fyrir utan verslanir Krónunnar á Granda og í Lindum í Kópavogi. Fólk lét sér þetta vel líka, enda er kjötsúpa hreinasta lostæti þegar vel tekst til við eldamennsku. Verkefni þetta er unnið í samstarfi Krónunnar, Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtakanna, ÍNN, mbl.is og matreiðslumanna í sjónvarpsþáttunum Eldum íslenskt, en útganspunkturinn þar er að kynna fyrir fólki gæði íslensks hráefnis sem er auðvitað öllu öðru betra. Meistarakokkar á Grillinu á Hótel Sögu, Bjarni G. Kristinsson og Þráinn Freyr Vigfússon, höfðu veg og vanda af súpugerðinni þar sem sem þarf lambakjöt, kartöflur, rófur og kryddjurtir. Allt eru þetta afurðir sem landanum líkar vel en á síðustu mánuðum hefur mátt greina vitundarvakningu fyrir því að velja íslenskt eins og kostur er. Hollur er heimafenginn baggi segir máltækið og það á við nú sem aldrei fyrr – því í kreppunni þarf fólk að geta gert sér mat úr öllu og lifað spart.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar