Elma Lísa Gunnarsdóttir
Kaupa Í körfu
Þegar það fer að kólna úti og veturinn hellist yfir mann finnst mér voða gott að kveikja á kertum, mér finnst lýsing skipta miklu máli heima fyrir. Að vera með falleg ljós, rétta birtu og stemningu einhvern veginn. Svo fær maður oft einhverja breytiþörf á þessum árstíma, að dúlla eitthvað heima fyrir og gera hlýlegt,“ segir Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona. „Maður er líka meira heima yfir veturinn og það er einhver minni þörf fyrir að fara út á kvöldin og nær þá að hjúfra sig heima og hafa það huggulegt. Núna ætla ég til dæmis að setja bókahillur inn í stofu en ég er mun framkvæmdaglaðari á veturna. Kannski út af því að maður vill hafa fínt og kósí fyrir jólin,“ segir Elma Lísa, sem er í uppáhaldspeysunni sinni á myndinni. „Góð vinkona mín úr leikhúsinu, Helga Þ. Stephensen, prjónaði þessa peysu og mér þykir mjög vænt um hana. Ég er alltaf í henni heima enda er þetta æðisleg heimapeysa.“ MYNDATEXTI Elma Lísa: „Dimman smýgur alveg inn í mann og þá er meiri metnaður að gera huggulegt og kósý, að halda matarboð og hafa það notalegt.“
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir