Katrín B. Fjeldsted

Heiðar Kristjánsson

Katrín B. Fjeldsted

Kaupa Í körfu

Tónlist finnst mér mjög mikilvæg á þessum árstíma og ég hlusta þá á annars konar tónlist, svona rólegri og mildari tónlist,“ segir Katrín B. Fjeldsted, innanhússarkitekt og nýr stjórnandi sjónvarpsþáttarins Innlit-Útlit. „Heitt kakó er alveg klassík, að fá sér það með fjölskyldunni á kvöldin. Hvað varðar heimilið þá eru það helst þessir fylgihlutir sem breytast. Ég set til dæmis mottur undir sófaborð og tengi það við borðstofuna, til að gera heimilið hlýlegra, en ég tek þær í burtu á sumrin. Svo er ég náttúrlega með mikið af kertaljósum í skammdeginu, loftljósin eru mikið látin eiga sig nema þegar ég er að þrífa. Það eru vissar ilmkertategundir sem ég nota á veturna, kannski með aðeins þyngri lykt. Það er líka hægt að breyta stemningunni með því að skipta bara um perur, fá daufari perur til að skapa kósí stemningu MYNDATEXTI Katrín B. Fjeldsted, þáttastjórnandi: „Fatnaðurinn breytist náttúrlega á veturnar og mér finnst rosalega gott að fara í þægilega rúllukragapeysu og hjúfra mig upp í sófa og horfa á góða mynd.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar