Grétar Einarsson
Kaupa Í körfu
Núna eru bæði að koma inn erlendar og íslenskar bækur. Hjá okkur er gott úrval af erlendum bókum og þessar nýju íslensku detta svo inn smátt og smátt. Maður bíður alltaf spenntur eftir nýjum bókum og reynir að komast yfir að lesa sem mest. Ég hlakka til að lesa nýju bókina hans Jón Kalman og Steinunnar Sigurðardóttur og líka nýju bókina eftir Alaa Al Aswany. Hann er frábær egypskur höfundur sem samdi bókina um Yacoubian bygginguna. Hún tekur á þessari lagskiptingu samfélagsins í Egyptalandi þar sem hún var mjög umdeild og bárust þaðan fréttir af óeirðum út af bókinni. Stieg Larsson og Dan Brown eru vinsælir höfundar núna og margir sem bíða eftir íslenskri þýðingu á þriðju bók Larssons. Svo eru einhverjir nýir höfundar sem eiga eftir að bætast við. Sjálfur er ég líka mikill ljóðakall og þar er nóg í boði, til dæmis ný bók eftir Gyrði Elíasson, Sigurð Pálsson og Ísak Harðarson. Við kvörtum ekki þetta haustið, hvorki undan sölu né nýju efni enda segi ég stundum að það setji mann á hausinn að vinna í bókabúð því hér eru svo margar freistingar,“ segir Grétar Einarsson, umsjónarmaður íslenskra bóka hjá Iðu. MYNDATEXTI Ljóðaunnandi Grétar Einarsson hjá Iðu bíður spenntur eftir áhugaverðum íslenskum skáldsögum og ljóðum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir