Jón Ellert Lárusson

Heiðar Kristjánsson

Jón Ellert Lárusson

Kaupa Í körfu

Við erum nýbúnir að opna nýja verslun á Laugaveginum og finnum strax að það er mikill áhugi fyrir íslenskum bókmenntum hjá fólki. Salan hefur verið góð hingað til og við væntum mikils. Það er svolítið farið að koma af nýjum bókum og fyrstu krimmarnir að sýna sig. Síðan eru það bækurnar sem búið er að bíða lengi eftir eins og Stúlkan sem lék sér að eldinum og svo framvegis. Annars finnst mér menningarlegt efni, ef svo má segja, vera í sókn, bæði fræðibækur, ljóð og annað slíkt sem hefur kannski átt undir högg að sækja. Í mínu starfi þarf maður að lesa mikið og ég reyni að lesa eins og ég get þó ég mætti vera enn duglegri. Sjálfur hef ég alltaf verið mikið fyrir krimmana og nú er mikill spenningur fyrir íslenskum krimmum eftir nýja höfunda sem eru bæði þegar komnir á markað og eru á leiðinni. Það er nóg framundan í haust og verður gaman að kynna sér þær bækur sem nú bíða þess að komast í hillurnar,“ segir Jón Ellert Lárusson, verslunarstjóri Bókabúðar Máls og Menningar á Laugavegi. MYNDATEXTI Jón Ellert Lárusson segir að nóg af spennandi bókum séu á leið í hillurnar næstu vikurnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar