Anna og Margrét

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Anna og Margrét

Kaupa Í körfu

Dagana 9.-13. nóvember verður haldið meðvirkninámskeið í Skálholti þar sem lögð verður áhersla á fræðslu, hópvinnu og þess að njóta umhverfisins og hvílast. Námskeiðið er haldið fyrir aðstandendur þeirra sem glíma við fíkn af einum eða öðrum toga sem og fyrir aðra sem eru meðvirkir. Að bandarískri fyrirmynd „Þetta er margreynt námskeið fyrir meðvirkt fólk sem ég hef haldið í Svíþjóð í fjölda ára eða alveg síðan 1991. Fyrirmyndin að námskeiðinu er komin frá Hazelden-meðferðarstöðinni í Bandaríkjunum, en hugmyndin um að halda slíkt námskeið í Skálholti spannst út frá samtali við Kjartan Pálmason guðfræðinema sem er að í ljúka námi sínu í guðfræðideild. Hann hefur mikinn áhuga á aðstæðum aðstandenda eða þeirra sem eru meðvirkir og er að skrifa ritgerð þar að lútandi og um það hvað kirkjan sé að gera í þessum málum. Námskeiðið er haldið í samráði við Kristin Ólason, rektor í Skálholtsskóla. Það er ekki einungis haldið fyrir aðstandendur þeirra sem glíma við fíkn, heldur einnig fyrir þau sem eru að fást við meðvirkni sína,“ segir Anna Sigríður Pálsdóttir dómkirkjuprestur sem heldur námskeiðið ásamt Margréti Scheving félagsráðgjafa. MYNDATEXTI Anna og Margrét hjálpa fólki að takast á við meðvirkni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar