Aðalsteinn Árni Baldursson

Heiðar Kristjánsson

Aðalsteinn Árni Baldursson

Kaupa Í körfu

Fyrr í þessum mánuði lét Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags á Húsavík, af starfi sem sviðstjóri matvælasviðs Starfsgreinasambands Íslands eftir að uppstillinganefnd sambandsins ákvað að gera ekki tillögu um að hann yrði áfram sviðstjóri. Aðalsteinn segist ekki hafa haft geð í sér til að beita sér gegn tillögunni en er afar ósáttur við það hvernig staðið var að málum á þingi Starfsgreinasambandsins. „Ég hafði gegnt þessu starfi frá árinu 2000, lagði hart að mér og hafði gaman af vinnunni. Ég tel mig hafa notið virðingar fyrir störf mín enda kom á þinginu fram hörð gagnrýni á uppstillingarnefndina og hópur manna gekk út af þinginu í mótmælaskyni,“ segir Aðalsteinn. „ MYNDATEXTI Aðalsteinn Árni Baldursson „Það sem vantar í verkalýðshreyfinguna í dag er að verkalýðsleiðtogar tali tungu fólksins.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar