Bláber

Skapti Hallgrímsson

Bláber

Kaupa Í körfu

Bláberja er kannski best að njóta í laut þar sem þau bíða á lyngi. Henti það ekki er prýðiseftirrétti að fá á Friðriki V á Akureyri. Strákarnir í eldhúsinu fá að leika sér, eins og Friðrik tekur til orða. „Það heldur okkur á tánum.“ Panti sælkeri sér eftirréttinn Ber tvisvar í sömu vikunni getur hann átt von á gjörólíkum rétti í seinna skiptið. Aðra helgina í ágúst tíndi Helgi Pétur Gunnlaugsson, einn „strákanna í eldhúsinu“, bláber í grennd við heimili sitt í Klaufabrekknakoti í Svarfaðardal og hefur varðveitt þau í frysti síðan. Þeir Jón Pétur Hraunfjörð útbjuggu freistandi eftirrétt í vikunni í því skyni að gleðja lesendur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar