Gunnfríður Jónsdóttir myndhöggvari

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Gunnfríður Jónsdóttir myndhöggvari

Kaupa Í körfu

Gunnfríður Jónsdóttir myndhöggvari bjó og starfaði í húsinu á Freyjugötu 41 sem kennt hefur verið við eiginmann hennar, Ásmund Sveinsson, en þar er í dag Listasafn ASÍ. Í gær, laugardag, kl. 15.00 var opnuð sýning á verkum Gunnfríðar á hennar gamla heimili. Sýningin á verkum Gunnfríðar (1889-1968) nefnist Konan sem skrifaði nafnið sitt í gestabókina í Delfí. Sýningarstjórar eru Kristín Guðnadóttir og Steinunn Helgadóttir. Gunnfríður kynntist Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara í Reykjavík og árið 1919 urðu þau samskipa til Kaupmannahafnar, en það var upphafið að 10 ára dvöl hennar erlendis. Þau Ásmundur voru gefin saman í hjónaband árið 1924 og vann Gunnfríður fyrir þeim um tíma meðan Ásmundur lagði stund á listnám, í Stokkhólmi og París. MYNDATEXTI Gunnfríðar Jónsdóttur eru aftur komin upp í Gryfjunni í Listasafni ASÍ þar sem þau voru sköpuð á sínum tíma.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar