Steingrímur Eyfjörð – innsetning

Heiðar Kristjánsson

Steingrímur Eyfjörð – innsetning

Kaupa Í körfu

Áhorfandinn er liður í tilraun listamannsins um sjálfsskynjun. Sýningargesturinn er beðinn um að setjast inn í lítinn klefa, orgone-boxið í anda sálfræðingsins Wilhelms Reich og dvelja þar í ákveðinn tíma. Því næst er hann hvattur til að tjá sig á þar til gerðum eyðublöðum um reynslu sína af verunni í boxinu. Hin myndrænu gögn sem verða til í ferlinu eru hengd upp á sýningunni og verða jafnvel að efniviði í áframhaldandi listsköpun listamannsins. Sýningargestirnir eru penslar listamannsins og tjáning þeirra verður hluti af samræðum við listamanninn. MYNDATEXTI Listasalurinn Verkið dregur dám af skoðanakönnunarverki Hans Haacke.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar