Byssuskoðun í Ellingsen fyrir rjúpnaveiðitímabil

Byssuskoðun í Ellingsen fyrir rjúpnaveiðitímabil

Kaupa Í körfu

*Verða ekkert svakalega sárir þótt þeir fái lítið *Rjúpnaskyttum hefur fækkað *Eðli veiðiferðanna hefur breyst *Veiðileyfi fyrir daginn á 3-7 þúsund krónur BÚAST má við að hátt í þrjú þúsund manns haldi til rjúpnaveiða strax á morgun, á fyrsta degi veiðitímabilsins. Margir hafa beðið lengi eftir að mega byrja og segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, að löng hefð sé fyrir því að langflestar rjúpnaskyttur reyni fyrir sér fyrstu veiðihelgina. MYNDATEXTI: Annir Jóhann Vilhjálmsson og Sveinbjörn Hjálmarsson skoða tvíhleypta haglabyssu í verslun Ellingsen, en byssur sem þessar eru léttar og meðfærilegar og vinsælar meðal veiðimanna. Jóhann segir að mikið hafi verið að gera undanfarið við byssusölu, skoðun og viðgerðir. Margir séu á síðustu stundu, en topparnir séu í kringum upphaf gæsavertíðar og rjúpnaveiðitímans, sem byrjar á föstudag. Heimilt er að veiða um helgar fram í desemberbyrjun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar