Gunnar Jónatansson

Heiðar Kristjánsson

Gunnar Jónatansson

Kaupa Í körfu

ÓHÆTT er að halda því fram að tölvupósturinn sé ein af þeim uppfinningum síðustu áratuga sem hvað mest hafa bætt okkar daglega líf, jafnt innan sem utan vinnu. Á örskotstundu er hægt að senda skeyti, myndir, töflur og gögn milli heimshorna, og jafnvel á mörg hundruð eða þúsund manns án þess að þurfa að borga krónu í pappírs- eða sendingarkostnað. En stundum er eins og tölvupósturinn taki yfir: innhólfið fyllist dag eftir dag af allskyns pósti og getur reynst hinn versti tímaþjófur að þurfa að grisja, lesa, sortera, svara, henda, eða geyma það sem berst. Gunnar Jónatansson kennir námskeið þar sem farið er yfir hvernig gera má tölvupóstsamskiptin markvissari, bæta skipulag, yfirsýn og um leið auka vinnufriðinn MYNDATEXTI Stillt í hóf „Það verður að gæta þess að ofnota ekki tölvupóstinn, og það er t.d. algengt vandamál hjá mörgum fyrirtækjum að starfsmenn senda afrit af samskiptum sínum á þriðja aðila, s.s. á yfirmann eða samstarfsfólk,“ segir Gunnar Jónatansson og bendir á það offlæði upplýsinga sem af þessu hlýst.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar