Undur og gersemar í myndverkum barnanna

Svanhildur Eiríksdóttir

Undur og gersemar í myndverkum barnanna

Kaupa Í körfu

Reykjanesbær | „Það er alveg ótrúlega gaman að sjá hvað þau njóta þess að koma við þetta efni, leirinn,“ sagði Inga Þórey Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og kennari, en hún stýrir nú vetrarnámskeiði í Listaskóla barna, undir heitinu „Undur og gersemar“. Ungu nemarnir í listaskólanum svöruðu undantekningarlaust að skemmtilegast væri að vinna með leirinn, þegar blaðamaður leit inn í skólanum um helgina. MYNDATEXTI Kennarinn Inga Þórey kíkir ofan í kassann hjá Örnu Völu til að líta á útkomuna. Arna Vala var að gera sína þriðju tilraun og var ánægð með útkomuna, enda tilraunin skemmtileg. Næst henni situr Birgitta, þá Telma og Íris.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar