Borprammi smíðaður hjá Ístak

Borprammi smíðaður hjá Ístak

Kaupa Í körfu

Verktakafyrirtækið Ístak hefur látið smíða 19 metra langan borpramma. Hann fékk í gær nafnið Þrymur. Pramminn verður notaður við hafnarframkvæmdir í Stamsund, austan við Lófóten í norðanverðum Noregi, og er búist við að hann verði sendur af stað á næstu vikum. Hann er um 12 metrar að breidd, á honum eru 20 metra langir stálfætur sem hér sjást vísa til himins. Fótunum verður stungið niður í sjávarbotninn til þess að tryggja að borinn guli, sem sést fyrir miðju, sé stöðugur á pallinum. Smíðin tók nokkrar vikur og fór að mestu fram á járnsmíðaverkstæði Ístaks á Tungumelum í Mosfellsbæ

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar