Árni Gærdbo - Skraddarinn

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Árni Gærdbo - Skraddarinn

Kaupa Í körfu

Skraddarinn á horninu hefur nóg að gera eftir að kreppan skall á. Hann hefur starfað sem klæðskerameistari í hálfa öld og verður sjálfur 78 ára í næstu viku. Ekkert fararsnið er á honum, hann blæs í lúðra og ætlar að hafa opið hús í tilefni tvöfalda afmælisins. Ég er ekkert að glápa á meistarabréfið mitt á hverjum degi þó það hangi hér innrammað uppi á vegg, en sonur minn kom í heimsókn í sumar og rak augun í ártalið 1959 á þessu plaggi. Hann krafðist þess að ég gerði eitthvað í tilefni þess að nú eru víst orðin heil fimmtíu ár frá því ég varð formlega klæðskerameistari,“ segir Færeyingurinn Árni Gærdbo sem hefur undanfarin fjögur ár rekið klæðskerafyrirtækið Skraddarann á horninu við Lindargötu. MYNDATEXTI: Stoltur Árni hefur fulla ástæðu til að vera ánægður með fyrirtækið sitt Skraddarann á horninu, sem gengur vel.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar