Matthías Matthíasson

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Matthías Matthíasson

Kaupa Í körfu

ÉG hafði hugsað mér að fljúga til níræðs en það er orðið svo glæpsamlega dýrt að endurnýja skírteinið að það er að drepa mann, hálfníræðan eftirlaunamanninn, og ég veit ekki hvað ég geri,“ segir Matthías Matthíasson. „Svo er konan að biðja mig um að hætta þessu.“ Matthías tók flugprófið 1948 og hefur haldið því við síðan, en það rennur út í þessum mánuði. Hann hefur flogið víða og varð til dæmis fyrstur til þess að lenda í Hrísey án flugvallar. „Ég hafði komið svo víða við, drukkið mikið kaffi og varð að lenda til þess að pissa,“ segir hann. MYNDATEXTI Matthías Matthíasson er 85 ára en aldurinn hefur ekki hindrað hann í að fljúga um loftin blá og hann er alltaf tilbúinn að bregða á leik.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar