Ása Hauksdóttir

Ása Hauksdóttir

Kaupa Í körfu

Helgin mín verður æsispennandi ferðalag á vit listagyðjunnar á Unglist listahátíð ungs fólks þar sem ungt fólk og listsköpun þess verður í aðalhlutverki. Ég ætla að byrja á að fara á ljósmyndasýningu hjá Birtu Rán í Hinu Húsinu á föstudaginn og að því loknu fá mér góðan skammt af rokki beint í æð á tónleikum í Hinu Húsinu um kvöldið. Kaffi Rót verður minn staður á laugardaginn því að þar ætla ég að mæta á Freyðandi kaffi kl. 13 þar sem nemendur frá Klassíska listdansskólanum ætla að gefa okkur forsmekk af því sem koma skal á danssýningu Unglistar á sunnudeginum í Borgarleikhúsinu. Ég er voða heit fyrir að reyna að skreppa í millitíðinni á opnun hjá Davíð Erni myndlistarmanni í Hafnarborg en um kvöldið ætla ég síðan pottþétt að skella mér aftur á Kaffi Rót á Bít á blástur sem er tónlistarhlaðborð sem svignar undan kræsingum; jazz, spuni, bræðingur og allskonar tilraunir í gangi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar