Fréttaritarar fá viðurkenningu

Fréttaritarar fá viðurkenningu

Kaupa Í körfu

„ÞETTA er hvetjandi, sýnir að maður er á réttri braut í ljósmynduninni,“ segir Jónas Erlendsson, fréttaritari Morgunblaðsins í Mýrdal. Ljósmynd hans, Á sprungusvæði, var valin mynd ársins 2008 í ljósmyndasamkeppni fréttaritara. Eftir að Jónas hafði tekið við verðlaunum sínum úr hendi Haraldar Johannessen við athöfn sem efnt var til í Morgunblaðshúsinu við Hádegismóa í fyrradag þurfti hann að drífa sig aftur austur í Vík til að taka þátt í og mynda fýlaveislu sem haldin var í Víkurskála um kvöldið. MYNDATEXTI Afhending Verðlaunahafar og fulltrúar blaðsins, fv. Haraldur Johannessen, Alfons Finnsson, Sigurður Sigmundsson, Hafþór Hreiðarsson, Jónas Erlendsson, Gunnlaugur Árnason, Helgi Bjarnason og Davíð Oddsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar