Þrekmeistarinn

Skapti Hallgrímsson

Þrekmeistarinn

Kaupa Í körfu

KRISTJANA Hildur Gunnarsdóttir og Sveinbjörn Sveinbjörnsson sigruðu í opna flokknum á Þrekmeistaranum sem fram fór í Íþróttahöllinni á Akureyri á laugardag. Alls tóku 358 keppendur þátt en þeir komu frá 16 bæjarfélögum og 25 æfingastöðvum víðsvegar um landið. Keppnisgreinarnar eru 10 alls í Þrekmeistaranum og er keppt í þessari röð: Þrekhjól (1,5 km), róðrarvél (500 metrar), niðurtog (karlar 50x40 kg/konur 50x25 kg), fótalyftur (60 endurtekningar), armbeygjur (karlar 50, konur 30), kassauppstig (karlar 100 endurtekningar með 2x10 kg handlóð, konur 2x5 kg handlóð), uppsetur (60 endurtekningar), axlarpressa (karlar 40x25 kg/konur 40x15 kg), hlaupabretti (karlar 800 metrar í 10% halla, konur 6% halli.), bekkpressa (karlar 40x40 kg / konur 40x25 kg). Sveinbjörn setti Íslandsmet með því að ljúka keppnisgreinunum á 15.09,20 mínútum samanlagt. Aðalsteinn Sigurkarlsson varð annar og Jón Hjaltason þriðji en hann setti Íslandsmest í flokki 39 ára og eldri. MYNDATEXTI Þol Rakel Lind Hauksdóttir og Valdís Sylvía Sigurþórsdóttir hvetja Nancy Lyn Jóhannsdóttur

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar