Ragnar Schram

Heiðar Kristjánsson

Ragnar Schram

Kaupa Í körfu

Við bjóðum gjafabréf sem eru þannig að viðkomandi fær útprentað skjal þar sem segir að gefandinn hafi gefið fé til SOS barnaþorpanna. Hægt er að velja hvort þetta fé fer til barnaþorps eða þá í svokallaða fjölskyldueflingu. Hún er tiltölulega ný hjá okkur miðað við 60 ára gömul samtök og snýst um að hjálpa fjölskyldum sem eru í áhættuhópi og jafnvel á barmi þess að sundrast vegna erfiðleika. Þá komum við þar inn með félagsráðgjafa og gerum áætlun fyrir fjölskylduna þannig að hún geti haldið hópinn. Ef fyrirtæki vilja gefa sínu starfsfólki gjafabréf er auðveldast að hafa samband við okkur en einnig er hægt að fylla út form á netinu. Við byrjuðum með þessi gjafabréf fyrir síðustu jól og þau hafa verið vinsæl,“ segir Ragnar Schram hjá SOS barnaþorpunum. MYNDATEXTI Gott málefni Fyrirtæki kaupa jólakort hjá SOS barnaþorpunum eða leggja fé inn í starfsemina í stað þess að kaupa jólagjafir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar