Karfi

Karfi

Kaupa Í körfu

HEILDARAFLI íslenskra skipa nam 66.921 tonni í október, sem er tæplega 29% minna en kom á land í sama mánuði á síðasta ári. Aflinn var þá 93.959 tonn. Breytingin skýrist nær alfarið af síldarafla á milli ára. Metinn á föstu verði var aflinn 3,2% minni í október í ár en í fyrra. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 5,9% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði. Í frétt frá Hagstofunni um aflabrögð í október segir m.a. að botnfiskafli hafi dregist saman um rúm 1.000 tonn frá október 2008 og numið rúmum 39.000 tonnum. Þar af var þorskaflinn tæp 16.000 tonn, sem er um 5.000 tonnum meira en árið áður

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar