Rauði krossinn í Kópavogi

Rauði krossinn í Kópavogi

Kaupa Í körfu

ÞAÐ hefur verið gaman og fræðandi að taka þátt í sjálfboðaliðastarfinu og það hefur opnað augu mín fyrir því um hvað þetta snýst. Ég hef meðal annars verið að vinna í Dvöl, athvarfi sem Kópavogsdeild Rauða krossins rekur fyrir fólk með geðraskanir,“ segir Valtýr Ingþórsson en hann er einn af þeim nemendum Menntaskólans í Kópavogi sem hafa verið í áfanga við skólann um sjálfboðið Rauðakrossstarf, en það er kennt í samstarfi við Kópavogsdeild Rauða kross Íslands. MYNDATEXTI Stemningin var góð hjá krökkunum sem voru á fullu í gær að undirbúa markaðinn, raða upp vörunum, verðmerkja og sjá um annað skipulag. Svo er nauðsynlegt að sprella aðeins með fjölbreytt og fallegt handverkið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar