Eþíópía

Árni Torfason

Eþíópía

Kaupa Í körfu

Ung og aðframkomin kona gengur inn á sjúkrahúsið í eþíópísku borginni Jinka. Hún er með barni og deyr ef hún kemst ekki undir hnífinn. Miðaldra íslenskur maður tekur á móti henni og metur stöðuna. Hann er þreyttur eftir langa vakt en getur ekki leyft sér að vísa henni frá. Tveimur tímum síðar hvílir friðsælt barn sig í örmum móður sinnar. Tveimur mannslífum hefur verið bjargað. Lífgjafinn, Sverrir Ólafsson skurðlæknir, sem búið hefur í Noregi mestan part ævinnar, er maður lítillátur. „Þetta er starf mitt,“ segir hann og beinir talinu að öðru. myndatexti Þessi níu ára gamli strákur hefur verið með beinsýkingu í lærlegg um árabil. Af þeim sökum er annar fóturinn styttri en hinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar