Eþíópía

Árni Torfason

Eþíópía

Kaupa Í körfu

Ung og aðframkomin kona gengur inn á sjúkrahúsið í eþíópísku borginni Jinka. Hún er með barni og deyr ef hún kemst ekki undir hnífinn. Miðaldra íslenskur maður tekur á móti henni og metur stöðuna. Hann er þreyttur eftir langa vakt en getur ekki leyft sér að vísa henni frá. Tveimur tímum síðar hvílir friðsælt barn sig í örmum móður sinnar. Tveimur mannslífum hefur verið bjargað. Lífgjafinn, Sverrir Ólafsson skurðlæknir, sem búið hefur í Noregi mestan part ævinnar, er maður lítillátur. „Þetta er starf mitt,“ segir hann og beinir talinu að öðru. myndatexti Sverrir fer með stutta bæn fyrir aðgerð. Hann er kominn af miklu trúfólki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar