Heimssýn - nýr formaður

Heimssýn - nýr formaður

Kaupa Í körfu

ÍSLENSK stjórnvöld voru hvött til að draga umsóknina um aðild að Evrópusambandinu til baka á aðalfundi Heimssýnar sem haldinn var í gær. Ásmundur Einar Daðason alþingismaður var kjörinn formaður samtakanna og leysir Ragnar Arnalds af hólmi. „Það er alveg ljóst að á bak við þessa umsókn er mjög veikt pólitískt umboð,“ sagði Ásmundur í samtali við Morgunblaðið og bætti við að umboðið væri nánast bundið við einn stjórnmálaflokk. „Auk þess tel ég að menn geri sér ekki fulla grein fyrir þeim skilyrðum sem fylgja aðildarumsókninni, því samkvæmt nefndaráliti utanríkismálanefndar Alþingis eru gríðarmikil skilyrði sem fylgja þessari umsókn.“ MYNDATEXTI Nýr formaður Ásmundur Einar Daðason (til vinstri) var kjörinn formaður Heimssýnar á aðalfundi samtakanna í sal Þjóðminjasafnsins í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar