Skylmingar

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Skylmingar

Kaupa Í körfu

ÞETTA gekk mjög vel hjá okkur, keppendur voru yfir eitt hundrað þannig að þetta var stórt mót,“ sagði Nikolay Mateev, framkvæmdastóri Skylmingasambands Íslands, eftir að Íslandsmótinu í skylmingum með höggsverði lauk í gær. Keppt var í Skylmingamiðstöðinni í Laugardalnum, Baldurshaga, og gekk mótið mjög vel að sögn Nikolay, sem keppti ekki að þessu sinni heldur sá um að mótið gengi sem best fyrir sig. „Þetta var mjög stórt mót hjá okkur. Keppt er í mörgum flokkum, allt frá 13-14 ára unglingum og upp í fullorðna. Meira að segja er keppt í „veteran“-flokki, sem er flokkur fjörutíu ára og eldri,“ sagði Nikolay.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar