Haukar - PLER KC - Evrópukeppni
Kaupa Í körfu
ÞAÐ hjálpaði mér alveg örugglega að ég hugsaði meira um að fara utan í varnarmanninn til þess að tryggja mér víti ef ég skoraði ekki en að horfa á markvörðinn. Svo lét ég boltann bara fara yfir höfuðið á markverðinum. Það er klassískt neyðarúrræði,“ sagði Einar Örn Jónsson, hetja Íslandsmeistara Hauka í handknattleik, eftir að hann tryggði liðinu sæti í 16-liða úrslitum EHF Evrópukeppninnar í gær þegar hann skoraði sigurmarkið fimm sekúndum fyrir leikslok, 22:21, gegn PLER KC frá Ungverjalandi í fyrri leik liðanna í keppninni. Einar Örn tryggði Haukum jafntefli, 26:26, í fyrri leiknum en þá skoraði hann einni sekúndu fyrir leikslok. MYNDATEXTI Hetjan Einar Örn Jónsson var bjargvættur Hauka í báðum leikjunum gegn PLER. Hann jafnaði á síðustu sekúndu í fyrri leiknum á laugardaginn og í gær tryggði hann Hafnarfjarðarliðinu sigur, 22:21, með marki þegar fimm sekúndur voru eftir. Einar fagnar hér ásamt Frey Brynjarssyni, félaga sínum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir