Guðmundur G. Þórarinsson

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Guðmundur G. Þórarinsson

Kaupa Í körfu

Elstu taflmenn sem fundist hafa í veröldinni eru á meðal merkustu gripa British Museum. Og bregður þeim meðal annars fyrir í Harry Potter og viskusteininum. Hér eru færð rök fyrir því að taflmennirnir séu íslenskir. Guðmundur G. Þórarinsson Árið 1831 voru sýndir í Edinborg merkilegir taflmenn sem þá höfðu fundist á sandströnd á eyjunni Lewis sem er hluti Suðureyja norðvestur af Skotlandi. Eyjarinnar er getið í fornum heimildum íslenskum (svo sem Heimskringlu og Flateyjarbók) og ætíð nefnd Ljóðhús. Líklegt er að orðið „Lewis“ sé afbökun á þessu fallega íslenska heiti. Enginn þekkir nú nákvæmlega fundarstaðinn. Taflmenn þessir, sem taldir eru elstu taflmenn er fundist hafa í veröldinni með svipmót nútíma taflmanna og þeir elstu sem hafa á að skipa biskuðum, eru meðal merkustu muna British Museum. Gefnir hafa verið út bæklingar og DVD-diskar um þá og gerðar eftirmyndir sem boðnar eru til sölu. Taflmennirnir eru taldir þeir fyrstu sem taka á sig mynd manna og elstu taflmenn sem fundist hafa með biskup sem einn mannanna. MYNDATEXTI Guðmundur G. Þórarinsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar