Guðmundur G. Þórarinsson
Kaupa Í körfu
Elstu taflmenn sem fundist hafa í veröldinni eru á meðal merkustu gripa British Museum. Og bregður þeim meðal annars fyrir í Harry Potter og viskusteininum. Hér eru færð rök fyrir því að taflmennirnir séu íslenskir. Guðmundur G. Þórarinsson Árið 1831 voru sýndir í Edinborg merkilegir taflmenn sem þá höfðu fundist á sandströnd á eyjunni Lewis sem er hluti Suðureyja norðvestur af Skotlandi. Eyjarinnar er getið í fornum heimildum íslenskum (svo sem Heimskringlu og Flateyjarbók) og ætíð nefnd Ljóðhús. Líklegt er að orðið „Lewis“ sé afbökun á þessu fallega íslenska heiti. Enginn þekkir nú nákvæmlega fundarstaðinn. Taflmenn þessir, sem taldir eru elstu taflmenn er fundist hafa í veröldinni með svipmót nútíma taflmanna og þeir elstu sem hafa á að skipa biskuðum, eru meðal merkustu muna British Museum. Gefnir hafa verið út bæklingar og DVD-diskar um þá og gerðar eftirmyndir sem boðnar eru til sölu. Taflmennirnir eru taldir þeir fyrstu sem taka á sig mynd manna og elstu taflmenn sem fundist hafa með biskup sem einn mannanna. MYNDATEXTI Guðmundur G. Þórarinsson.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir