Jesú litli

Jesú litli

Kaupa Í körfu

Trúðboð Halldóru Geirharðsdóttur og Bergs Þórs Ingólfssonar hefur staðið í hálfan annan áratug. Hliðarsjálf þeirra, Barbara og Úlfar, áttu lengi erfitt uppdráttar enda engin hefð fyrir trúðleik á Íslandi, en nú eru þau komin á flug, svo sem glæný sýning, Jesús litli, sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu í kvöld, laugardagskvöld, staðfestir. Varstu að senda sms?“ spyr trúðurinn Barbara undrandi. „Já,“ svarar stúlka á öðrum bekk, örlítið hikandi. „Þú veist að sýningin er byrjuð,“ heldur Barbara kurteislega áfram. „Já,“ viðurkennir stúlkan. Roðnar lítið eitt í vöngum. „Var einhver að senda sms?“ Félagar Barböru, Úlfar og Bella, spretta skyndilega fram á sviðið. Ein augu. „Já, sæta stelpan á öðrum bekk,“ svarar Barbara. „Hverjum varstu að senda sms?“ spyrja þau öll í kór. Allra augu beinast að aumingja stúlkunni. „Kennaranum mínum,“ svarar hún vandræðalega. „Nuuuuú,“ segja trúðarnir einum rómi. „Það er allt í lagi.“ Salurinn rifnar úr hlátri. Við erum stödd á opinni æfingu á trúðleiknum Jesú litla á Litla sviði Borgarleikhússins. Atriðið er ekki æft, stúlkan á öðrum bekk er bara gestur í salnum. Í trúðheimum kallast útúrdúr af þessu tagi „lazzi“ og er angi af spunahefðinni Commedia dell'arte. MYNDATEXTI Kostulegt þríeyki. Barbara, Bella og Úlfar. Halldóra Geirharðsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson í hlutverkum sínum í Jesú litla í Borgarleikhúsinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar