Þorlákur Árnason

Heiðar Kristjánsson

Þorlákur Árnason

Kaupa Í körfu

Í marsmánuði 1979 fórst vélbáturinn Ver frá Vestmannaeyjum og með honum fjórir af sex manna áhöfn. Tveimur var bjargað, annar þeirra var skipstjórinn, Árni Magnússon. Nú hefur sonur hans, Þorlákur Árnason, skrifað bók, Orðin sem aldrei voru sögð, þar sem sjóslysið er þungamiðjan. Þorlákur er yfirþjálfari yngri flokka knattspyrnuliðs Stjörnunnar í Garðabæ. Þetta er önnur bók hans en í fyrra sendi hann frá sér barnabókina Ævintýri Lilla sem fjallar um ofvirkan strák með athyglisbrest. Sú bók hefur verið kennd í lífsleikni í grunnskólum landsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar